spot_img
HomeFréttirMatthías framlengir í Hertz-hellinum

Matthías framlengir í Hertz-hellinum

Matthías Orri Sigurðarson hefur framlengt samning sinn við ÍR í Domino´s deild karla um eitt ár. Þetta staðfesti Elvar Guðmundsson formaður Körfuknattleiksdeildar ÍR við Karfan.is í dag.
 
 
Matthías átti sterkt tímabil með ÍR og fór m.a. með bláum alla leið í Laugardalshöllina þar sem ÍR varð að láta í minni pokann í bikarúrslitum gegn Grindavík.
 
Matthías samdi fyrst við ÍR síðastliðið sumar en að lokinni deildarkeppni sagði hann ekkert ákveðið í sínum málum. Nú hefur kappinn samið á ný við ÍR og ættu Breiðhyltingar að fagna enda leikstjórnandinn með 16,8 stig, 6,1 frákast og 6,7 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá ÍR á síðasta tímabili.
  
Fréttir
- Auglýsing -