spot_img
HomeFréttirMáttarstólpar framlengja í Ásgarði

Máttarstólpar framlengja í Ásgarði

Fjórir lykilmenn Stjörnunnar hafa framlengt við félagið en þeir eru Dagur Kár Jónsson, Marvin Valdimarsson, Jón Sverrisson og Justin Shouse. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Garðbæinga.
 
 
Þessir fjórir kappar skiluðu saman af sér um 58 stigum að meðaltali í leik með Stjörnunni á síðasta tímabili svo kjarni Garðbæinga er þéttur og lítið rót á honum fyrir komandi vertíð. Hrafn Kristjánsson verður við stjórnartaumana eins og áður hefur komið fram og tekur við keflinu af Teiti Örlygssyni en honum til aðstoðar verður Kjartan Atli Kjartansson.
 
Mynd/ Frá vinstri: Dagur Kár Jónsson, Marvin Valdimarsson, Jón Sverrisson og Justin Shouse.
  
Fréttir
- Auglýsing -