spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaMatic Macek til liðs við Vestra

Matic Macek til liðs við Vestra

Vestri hefur samið við slóvenska leikmanninn Matic Macek um að leika með liðinu í 1. deildinni á komandi leiktíð. Matic, sem er 25 ára, er um 190 cm bakvörður sem getur bæði leyst stöðu leikstjórnanda og skotbakvarðar. Á síðasta tímabili lék hann með Haukum í úrvalsdeildinni fyrir áramót en gekk í raðir Sindra í 1. deildinni eftir áramót.

Í 11 leikjum í Úrvalsdeildinni var Matic með 5,2 stig og 2,4 stoðsendingar að meðaltali í leik en hann lék einnig með Haukum í bikarnum þar sem hann var með 13,0 stig að meðaltali í 2 leikjum.

Hjá Sindra skilaði Matic 16,3 stigum og 3,9 stoðsendingum að meðaltali í 9 leikjum. Fyrir komuna til Íslands lék Matic nokkur tímabil í efstu deild í Slóveníu með liðunum KK Zlatorog og KK Tajfun Sentjur.

Fréttir
- Auglýsing -