spot_img
HomeBikarkeppniMáté um úrslitaleik VÍS bikarkeppni karla "Aðdáendur nýja skólans geta fagnað"

Máté um úrslitaleik VÍS bikarkeppni karla “Aðdáendur nýja skólans geta fagnað”

Stjarnan og Njarðvík mætast kl. 19:45 í kvöld í úrslitum VÍS bikarkeppninnar.

Í undanúrslitum vann Njarðvík lið ÍR nokkuð örugglega á meðan að Stjarnan lagði Tindastól í öllu jafnari leik.

Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari, þeir unnu Geysisbikarinn árið 2020, en keppnin hefur nú skipt um nafn og er leikið um VÍS bikarinn.

Karfan setti sig í samband við Máté Dalmay, þjálfara Hauka og spurði hann út í leik kvöldsins. Haukar gerðu ansi vel í keppninni þetta árið, duttu út í 8 liða úrslitum gegn Njarðvík.

Hverju má búast við í úrslitaleiknum?

Helvíti snemmt og maður búinn að sjá lítið til að tala um styrkleika og veikleika byggt á 2-3 bikarleikjum, Njarðvík eru að pressa boltann mjög grimmt og gera sóknina óþægilega en ég held að Stjarnan séu með leikmenn og gæði til að láta það ekki ýta sér út úr sínum leik. Bæði lið eru með marga góða skotmenn þannig að ég held að þetta verði góð skemmtun, hraður leikur, margir þristar og aðdáendur nýja skólans geta fagnað.

Hvernig fer hann?

Stjarnan að vinna bikarmeistaratitillinn er svipað og Sevilla að vinna Evrópudeildina í fótbolta. Ég spái 3 stiga Stjörnu sigri, 93-90.

Fréttir
- Auglýsing -