spot_img
HomeFréttirMáté eftir sigur gegn Stólunum "Við byggjum á þessu"

Máté eftir sigur gegn Stólunum “Við byggjum á þessu”

Haukar lögðu Tindastól í kvöld í 8. umferð Subway deildar karla, 80-75. Eftir leikinn eru Haukar í 5. sæti deildarinnar með 10 stig á meðan að Tindastóll er í 6. sætinu með 8 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan ræddi við Maté Dalmay eftir þennan frábæra sigur:

Það er eins gott að ég er ekki að þjálfa Hauka…ég var búinn að gefa upp alla von fyrir ykkar hönd í hálfleik…mér fannst Stólarnir vera númeri of stórir og alls konar slíkir frasar…hvernig fóruð þið eiginlega að þessu?

Jah, þeir voru að skjóta svakalega vel í fyrri hálfleik…Badmus 2/2, Axel 3/3 og Drungilas með alla vega einn…við breyttum pick and roll-vörninni okkar í seinni hálfleik, ákváðum að gefa það ekki og völdum frekar að Arnar og Pétur myndu kannski þurfa að skjóta meira af dripplinu af þessum háu pick and roll sem þeir voru að setja Giga í – Pétur skaut illa í dag þannig að það gekk upp.

Vörnin hjá þínum mönnum var klárlega betri í seinni hálfleik bara yfir höfuð líka, náðuð að loka líka betur undir körfunni…

Já…það er þetta með að ná mómentum í leikjum, við fengum t.d. aldrei þetta mómentum á móti Val þegar við töpuðum hérna. Við náðum aldrei að fylgja 2-3 góðum vörnum eftir með 2-3 körfum…í dag lentum við 18 stigum undir og þá náðum við þessu mómenti þar sem við náðum að setja einn þrist og troðslu eftir stopp og þá fá strákarnir trú á þessu!

Akkúrat, það er þessi andlegi meðbyr…

Já…við töluðum líka um það í einu leikhléinu að það eru allir að berjast og reyna að grænda þetta út saman en á endanum þá þurfum við líka að framkvæma hlutina sóknarlega svo þessi trú haldist, þú getur ekki endalaust bara barist og barist en svo hittir aldrei neinn úr neinu! Þá er það ekki hægt, þetta er ekki fótbolti þar sem þú ert að berjast fyrir 0-0 jafntefli og svo geta menn fagnað einni tæklingu sko! Þú þarft að skora!

Já…! Það þarf að skora! Og Mortensen og Davis þeir stigu upp í seinni hálfleik, þeir voru svona frekar rólegir í fyrri hálfleik ef ég man rétt…

Sko, Kaninn okkar er að læra hvað hann þarf að gera hérna. Þetta er fjórði leikurinn hans á Íslandi, þetta er Kani sem hefur verið í góðum deildum á háu leveli í liðum þar sem eru 3-4 aðrir Kanar og þar er hann ekki að taka svona mikið til sín…við viljum að hann spili boltanum en eins og hann gerði í seinni hálfleik, þar sem hann lét vaða á körfuna, þá erum við mjög hættulegir.

Akkúrat, hann setti einmitt mikilvægustu stig leiksins þegar hann átti sturlað gegnumbrot þegar tæp mínúta var eftir og kom ykkur 4 yfir. En eitt að lokum…mér fannst svo athyglisvert að þú tókst leikhlé þegar rétt rúmlega mínúta var liðin af öðrum leikhluta og eina sem var búið að gerast var að Stólarnir höfðu sett 2 stig á töfluna…mér fannst þetta svona Nostradamus-leikhlé, eins og þú hafir fundið að eitthvað illt væri framundan…manstu eftir þessu?

Já..nei ég man ekki eftir þessu! En málið með leikhléin okkar, ég á bara eitt í lokin og málið er að við erum þunnir á bekknum, við erum svolítið að bíða eftir að ákveðnir menn komist í betra stand, Emil t.d. með lappirnar á sér, við erum að bíða eftir að Alexander Knudsen bæti sig meira, Breki hefur verið flottur en Robbi er meiddur…svo ég er að nota leikhléin til þess að menn fái hvíld því við erum að spila á 6-7 mönnum.

Einmitt, en það hefur þó ekki verið málið í þessu tilviki samt…

Nei, í þessu tilviki gerðist eitthvað sem ég man ekkert hvað var! Það var sennilega eitthvað sem ég setti upp á milli leikhluta og menn klikkuðu á og ég ætlaði að grípa inn í strax..!

Akkúrat, gaman að fara út í smáatriðin stundum! En geggjaður sigur, þú hlýtur að vera mjög ánægður með þetta!

Já algerlega, við byggjum á þessu!

Fréttir
- Auglýsing -