spot_img
HomeFréttirMarvin handarbrotnaði gegn Haukum

Marvin handarbrotnaði gegn Haukum

Marvin Valdimarsson leikmaður Stjörnunnar handarbrotnaði í leiknum gegn Haukum í 10. umferð Dominos deildar karla. Þetta staðfesti Hrafn Kristjánsson í Podcasti Karfan.is þessa vikuna.

 

„Það kom í ljós síðdegis á sunnudaginn að Marvin handabrotnaði í leiknum gegn Haukum. Það eru lágmark fjórar vikur í gipsi. Það er fyrst og fremst hundfúlt fyrir hann sjálfan. Hann var okkar stigahæsti leikmaður eftir þrjár umferðir en lendir svo í þessum ökklameiðslum.“ sagði Hrafn.

Marvin er með 8,9 stig og 4,3 fráköst í átta leikjum á tímabilinu fyrir Stjörnunna en nú er ljóst að hann mun ekki leika með liðinu í nokkurn tíma en hann hefur átt við ökklameiðsli að stríða í vetur. 

 

„Ég sá á honum í fyrsta skiptið í Haukaleiknum að hann var farin að treysta ökklanum og hreyfa hann eins og hann á að sér. Það er hálf ömurlegt að hann lendi í þessu svo núna.“

 

Stjarnan tekur á móti KR í síðustu umferð Dominos deildar karla fyrir jólafrí á fimmtudagskvöldið klukkan 20:00 en leikurinn fer fram í Garðabæ. Stjarnan hlaut þó liðsstyrk í vikunni þegar ljóst var að Tómas Þórður Hilmarsson væri kominn aftur til Stjörnunnar og myndi leika með liðinu gegn KR. 

 

„Hefðum sannarlega getað notað Marvin gegn KR. Með alla sína reynslu og hæfileika.“ sagði Hrafn að lokum um fjarveru Marvins.

 

Mynd / Bára Dröfn – Marvin Valdimarsson tekur víti í leiknum umrædda gegn Haukum.

Fréttir
- Auglýsing -