Í gærkvöldi fögnuðu KR-ingar sínum þrettánda Íslandsmeistaratitli í sögu félagsins með 3-1 sigri á Grindavík í úrslitum Domino´s deildar karla. Martin Hermannsson var jafnframt valinn besti leikmaður úrslitanna og varð yngsti leikmaðurinn til að hljóta þá nafnbót en byrjað var að velja besta leikmann úrslitaseríunnar árið 2005.
Á síðustu leiktíð var það Grindvíkingurinn Aaron Broussard sem hlaut nafnbótina besti leikmaður úrslitanna og varð um leið yngstur eða 23 ára gamall. Martin bætti um betur í gærkvöldi en hann er tvítugur að aldri…eða verður reyndar tvítugur í september.
Martin lék 32 leiki með KR á Íslandsmótinu og var með 18,8 stig að meðaltali í leik, 3,4 fráköst, 4,5 stoðsendingar og 18,8 að jafnaði í framlag. Í úrslitakeppninni var hann með 18,4 stig að meðaltali í leik, 3,6 fráköst, 4,2 stoðsendingar og 2,5 stolna bolta.
Listi yfir bestu leikmenn úrslitanna frá 2005:
2005 Nick Bradford 27 ára
2006 Brenton Birmingham 34 ára
2007 Tyson Patterson 29 ára
2008 Gunnar Einarsson 31 árs
2009 Jón Arnór Stefánsson 27 ára
2010 Hlynur Bæringsson 28 ára
2011 Marcus Walker 25 ára
2012 J’Nathan Bullock 28 ára
2013 Aaron Broussard 23 ára
2014 Martin Hermannsson 20 ára
Tímabilið hjá Martin á Íslandsmótinu með KR:
Tölfræði samantekt – KR
Leikir | Mín | 2ja | 3ja | V | Frá | Sto | Villa | TB | BN | Vs | Framlag | +/- | Stig | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
H/R | % | H/R | % | H/R | % | SF | VF | HF | VFen | VFis | Fen | Frá | ||||||||
32 | 31:29 | 4.5/8.7 | 52.3 | 2.0/4.7 | 43.6 | 3.7/4.5 | 81.3 | 0.9 | 2.5 | 3.4 | 4.5 | 2.6 | 4.2 | 2.6 | 1.9 | 0.3 | 0.8 | 18.8 | 11.6 | 18.8 |
Mynd/ [email protected] – Martin Hermannsson var einfaldlega bugaður af gleði í gær og sat á hækjum sér á meðan liðsfélagar hans í KR fögnuðu titlinum.