spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Martin tryggði sigur á Sviss

Martin tryggði sigur á Sviss

Íslenska landsliðið lék sinn annan leik í forkeppni Eurobasket 2021 í dag þegar liðið mætti Sviss.

Leikurinn var tiltölulega jafn allan leikinn en Sviss var nánast allan leikinn skrefinu framar Íslandi. Að lokum fór svo að Martin Hermannsson setti sigurkörfuna með örfá sekúndubrot eftir af leiknum.

Tryggvi Snær Hlinason átti frábæran leik í dag og endaði með 18 stig og 7 fráköst. Jón Axel Guðmundsson var einnig drjúgur með 18 stig. Pavel Ermolinski var þó besti maður Ísland en hann var gríðarlega öflugur á báðum endum vallarins. NBA stjarnan Clint Capela lék með Sviss í dag og var sterkur með 13 stig og 7 fráköst.

Næsti leikur Ísland er heimaleikur gegn Portúgal eftir nákvæmlega viku í Laugardalshöllinni.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -