spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin stórkostlegur í kvöld - Alba Berlin komnir með níu fingur á...

Martin stórkostlegur í kvöld – Alba Berlin komnir með níu fingur á bikarinn

Martin Hermannsson og lið hans Alba Berlin lagði Ludwigsburg í kvöld í fyrri leik úrslitaeinvígis liðanna, 88-65. Fara þeir með nokkuð væna stöðu inn í seinni leikinn, þar sem að Ludwigsburg þarf að vinna með 23 stigum eða meira til þess að koma í veg fyrir að Alba Berlin vinni titilinn.

Martin var stigahæsti leikmaður sinna manna í leiknum. Skilaði í heildina 22 stigum, 2 fráköstum og gaf 6 stoðsendingar.

Seinni leikur úrslitanna fer fram komandi sunnudag.

Fréttir
- Auglýsing -