spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin stórkostlegur gegn Khimki Moscow í EuroLeague

Martin stórkostlegur gegn Khimki Moscow í EuroLeague

Martin Hermannsson og Valencia lögðu í kvöld Khimki Moscow í kvöld í EuroLeague, 88-82. Valencia er eftir leikinn í 4.-5. sæti deildarinnar með tíu sigra og sex töp það sem af er tímabili.

Martin átti frábæran leik fyrir Valencia í kvöld. Á rúmum 23 mínútum spiluðum skilaði hann 16 stigum, 2 fráköstum, 9 stoðsendingum og stolnum bolta. Þá var hann með 22 framlagsstig, sem var það mesta hjá nokkrum leikmanni í leik kvöldsins.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -