spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin stórkostlegur er Alba Berlin tryggði sig áfram í undanúrslitin

Martin stórkostlegur er Alba Berlin tryggði sig áfram í undanúrslitin

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin eru komnir í undanúrslitin í Þýskalandi eftir sigur á Göttingen í átta liða úrslitum fyrr í kvöld. Í undanúrslitunum mun liðið mæta liði Oldenburg.

Martin var á meiðslalistanum í fyrri leik liðsins gegn Göttingen, en var mættur aftur á parketið í kvöld með látum, þar sem hann setti 19 stig og gaf 7 stoðsendingar.

Fréttir
- Auglýsing -