spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin stoðsendingahæsti leikmaður vallarins gegn Anadolu Efes í EuroLeague

Martin stoðsendingahæsti leikmaður vallarins gegn Anadolu Efes í EuroLeague

Martin Hermannson og Valencia lögðu í kvöld Anadolu Efes Istanbul í EuroLeague, 76-74. Eftir leikinn er liðið í 4.-5. sæti deildarinnar með 8 sigra og 5 töp það sem af er tímabili.

Atkvæðamestur fyrir Valencia í leiknum var Mike Tobey með 21 stig og 8 fráköst. Fyrir Anadolu Efes var það Chris Singleton sem dróg vagninn með 12 stigum og 5 fráköstum.

Martin lék rúmar 18 mínútur í leik kvöldsins og skilaði á þeim 4 stigum, frákasti og 7 stoðsendingum, en hann var stoðsendingahæsti leikmaður vallarins. Var hann aðeins einni frá því að vera með flestar í umferðinni, en fyrrum félagi hans hjá Alba Berlin Niels Giffey gaf 8 í leik þeirra gegn Fenerbahce Beko Istanbul.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -