spot_img
HomeFréttirMartin spilaði fyrir Lebron James í sýningaleik

Martin spilaði fyrir Lebron James í sýningaleik

 

Það styttist heldur betur í næsta tímabil í NBA deildinni og er nýjasti liðsmaður LA Lakers Lebron James að koma sér í form á ferðalagi um Evrópu. Þessa dagana er hann staddur í Berlín þar sem hann var meðal annars með hluta af sýningu sinni í gær. 

 

Í gær fór fram sýningarleikur í Berlín sem er hluti af Lebron James túrnum „More than an athlete“. Þar voru þýsku knattspyrnumennirnir Leroy Sane, Serge Gnabry og Jerome Boateng svo einhverjir séu nefndir. Stærsta stjarnan var þó súperstjarnan Lebron James en allt ætlaði um koll a keyra þegar hann mætti á völlinn. 

 

Auk þess fór fram pick-up leikur þar sem þýskir leikmenn og aðrir léku saman. Íslendingar áttu sinn fulltrúa þar en Martin Hermannsson var á meðal leikmanna og lék listir sínar fyrir framan James. 

 

Þýska NBA stjarnan Dennis Schroder og knattspyrnumaðurinn Jerome Boateng stýrðu liðunum en Martin var beðinn um að taka þátt í leiknum. Hann var annar af tveimur leikmönnum Alba Berlín sem tóku þátt. 

 

Martin sagði í samtali við Körfuna í dag að Lebron hafi sjálfur verið á hliðarlínunni og fylgst með leiknum. Þá hafi hann fengið að hitta James og tekið í spaðann á kauða. 

 

Fréttir
- Auglýsing -