spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin og Valencia unnu sinn þriðja leik í röð í EuroLeague

Martin og Valencia unnu sinn þriðja leik í röð í EuroLeague

Martin Hermannsson og Valencia lögðu í kvöld lið Fenerbahce Beko Istanbul í EuroLeague, 86-90. Valencia eru eftir leikinn í þriðja sæti deildarinnar með 7 sigurleiki og 3 tapaða eftir fyrstu 10 leikina.

Atkvæðamestur fyrir Valencia í leiknum var Sam Van Rossum með 20 stig og 5 stoðsendingar. Hjá Fenerbahce var það Dyshawn Pierre sem dróg vagninn með 18 stigum og 5 fráköstum.

Martin átti virkilega fínan leik fyrir Valencia. Á 18 mínútum spiluðum skoraði hann 3 stig, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -