spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin og Valencia töpuðu fyrir Tenerife

Martin og Valencia töpuðu fyrir Tenerife

Martin Hermannsson og félagar í Valencia töpuðu í kvöld fyrir Iberostar Tenerife í spænsku ACB deildinni, 89-95. Eftir leikinn er Valencia í 12. sæti deildarinnar með 4 sigra og 6 töp eftir fyrsta 10 leikina.

Atkvæðamestur fyrir Valencia í leiknum var Louis Labeyrie með 11 stig og 11 fráköst. Fyrir Tenerife var það Marcelinho Huertas sem dróg vagninn með 22 stigum og 7 stoðsendingum.

Martin lék rúmar 12 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 6 stigum, frákasti, 5 stoðsendingum og stolnum bolta.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -