spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin og Valencia töpuðu dýrmætum stigum í Þýskalandi

Martin og Valencia töpuðu dýrmætum stigum í Þýskalandi

Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í kvöld gegn Bayern Munich í EuroLeague, 85-84.

Martin lék rúmar 13 mínútur í leiknum og skilaði á þeim fjórum stigum, frákasti og fjórum stoðsendingum.

Valencia eru eftir leikinn í 8. sæti deildarinnar með níu sigra og átta töp, en deildin hefur verið ansi jöfn það sem af er tímabili þar sem eins og staðan er núna munar aðeins einum sigurleik á liðunum frá 4. niður í 11. sætið.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -