spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin og Valencia lögðu Olympiacos í EuroLeague

Martin og Valencia lögðu Olympiacos í EuroLeague

Martin Hermannsson og Valencia lögðu Olympiacos Piraeus í Grikklandi í kvöld í EuroLeague, 85-96. Valencia í 3.-5. sæti deildarinnar eftir leikinn ásamt Bayern Munich og Real Madirs, öll með 9 sigra og 5 töp það sem af er tímabili.

Martin lék rúmar 15 mínútur í leik kvöldsins. Á þeim skilaði hann 7 stigum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta. Næsti leikur liðsins er gegn Crvena Zvezda mts Belgrade komandi föstudag 18. desember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -