spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin og félagar úr leik í bikarnum

Martin og félagar úr leik í bikarnum

Martin Hermannsson. og Alba Berlin eru úr leik í þýska bikarnum eftir tap fyrir Ulm í undanúrslitum, 79-87.

Martin lék tæpar 20 mínútur í leiknum og skilaði á þeim tveimur stigum, fjórum stoðsendingum og þremur stolnum boltum.

Ulm eru því komnir í úrslitaleikinn, en þar munu þeir mæta Bayern Munich, sem fyrr í dag lagði Bamberg í undanúrslitunum, 62-81.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -