Martin Hermannsson og Valencia eru úr leik í EuroCup eftir tap fyrir Virtus Bolgna í undanúrslitum keppninnar, 73-83.
Á rúmum 23 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 5 stigum, frákasti og 7 stoðsendingum.
Það verða því Bologna sem fara í úrslitaleikinn þetta ár, en þar munu þeir mæta Bursaspor, sem lögðu Morabanc Andorra nokkuð örugglega í hinum undanúrslitaleiknum í gærkvöldi.