spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin og félagar inn í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap gegn Breogan

Martin og félagar inn í úrslitakeppnina þrátt fyrir tap gegn Breogan

Martin Hermannsson og félagar í Valencia máttu þola þriggja stiga tap gegn Breogan í lokaleik deildarkeppni ACB deildarinnar á Spáni í kvöld, 77-80.

Martin lék tæpar 15 mínútur í leiknum og skilaði á þeim tveimur stigum og þremur stoðsendingum.

Valencia ná þrátt fyrir tapið að komast í úrslitakeppni deildarinnar, þar sem þeir höfnuðu í 8. sætinu og mæta deildarmeisturum Barcelona í fyrstu umferðinni.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -