spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin og Alba Berlin upp að hlið Bayern með sínum þrettánda sigur...

Martin og Alba Berlin upp að hlið Bayern með sínum þrettánda sigur í röð

Martin Hermannsson og Alba Berlin lögðu Rostock í kvöld í þýsku úrvalsdeildinni, 91-74. Alba Berlin verið á mikilli sigurgöngu síðustu vikur, en sigur kvöldsins var sá þrettándi í röð hjá þeim.

Á rúmum 24 mínútum spiluðum skilaði Martin 14 stigum, 4 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Með sigrinum jafna Alba Berlin lið Bayern Munich að sigrum í efsta sæti deildarinnar, en bæði hafa liðin leikið 28 leiki. Þrír leikir eru eftir af deildarkeppni þessa tímabils og í síðustu umferðinni mætast liðin, sem líklega skera þá úr um hvort liðið nær í deildarmeistaratitilinn.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -