spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin og Alba Berlin unnu með minnsta mun mögulegum

Martin og Alba Berlin unnu með minnsta mun mögulegum

Martin Hermannsson og Alba Berlin lögðu Rostock Seawolves með minnsta mun mögulegum í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 75-76.

Martin lék rúmar 25 mínútur í leiknum og skilaði á þeim fimm stigum, tveimur fráköstum, fjórum stoðsendingum og þremur stolnum boltum.

Með sigrinum heldur Alba Berlin í við topplið deildarinnar, en þeir eru nú í 3. sæti deildarinnar með 15 sigra og 5 töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -