spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin og Alba Berlin í úrslitin í Þýskalandi

Martin og Alba Berlin í úrslitin í Þýskalandi

Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlin eru komnir í úrslitin um þýska meistaratitilinn. Tryggðu þeir sér sætið með sigri á Oldenburg í báðum leikjum undanúrslitaeinvígis liðanna.

Fyrri leikinn vann Alba Berlin 92:63 og þann seinni, í kvöld, 81:59. Martin var drjúgur í fyrri leik liðanna, en hafði hægar um sig í þeim seinni í kvöld. Skilaði þó 5 stigum, 2 fráköstum og 6 stoðsendingum á rúmum 13 mínútum spiluðum.

Í úrslitum mun liðið mæta Ludwigsburg, en einvígið er líkt og undanúrslitin, tveir leikir. Sá syrri á föstudag og seinni sunnudag.

Fréttir
- Auglýsing -