spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin og Alba Berlin halda í við toppliðin í Þýskalandi

Martin og Alba Berlin halda í við toppliðin í Þýskalandi

Martin Hermannsson og Alba Berlin unnu sinn tíunda leik í röð í dag í þýsku úrvalsdeildinni er liðið lagði Mitteldeutscher, 67-76.

Martin lék um 25 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 9 stigum, 2 fráköstum, 6 stoðsendingum og stolnum bolta.

Eftir leikinn sem áður er Alba Berlin í þriðja sæti deildarinnar með 20 sigurleiki, þremur minna en Chemnitz Niners og Bayern Munich sem eru í 1.-2. sætinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -