spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin og Alba Berlin fara vel af stað í úrslitakeppninni

Martin og Alba Berlin fara vel af stað í úrslitakeppninni

Martin Hermannsson og Alba Berlin fara vel af stað eftir að leikar voru aftur ræstir í úrslitakeppni efstu deildar í Þýskalandi. Hefur liðið unnið fyrstu tvo leiki sína í mótinu, þann fyrri gegn Frankfurt á sunnudag og síðan í dag gegn Brose.

Í kvöld skoraði Martin 9 stig og gaf 7 stoðsendingar, en í leik sunnudagsins var hann með 8 stig og 2 stoðsendingar.

Fara leikirnir allir fram í Munchen, en úrslitakeppnin er með eilítið breyttu sniði þetta árið vegna Covid-19 faraldursins. Eru liðin í tveimur fimm liða riðlum sem þau leika innan áður en að útsláttarkeppni fer af stað milli fjögurra efstu í hverjum riðli, en gert er ráð fyrir að meistari verði krýndur í loka mánaðar.

Fréttir
- Auglýsing -