Martin Hermannsson og Alba Berlin unnu sinn annan leik í röð í þýsku úrvalsdeildinni er þeir lögðu Ludwigsburg í kvöld, 80-47.
Martin hefur verið að koma aftur inn í liðið í síðustu leikjum eftir að hafa meiðs með íslenska landsliðinu í lok nóvember, en í kvöld skilaði hann 11 stigum, frákasti og 5 stoðsendingum á rúmum 22 mínútum spiluðum.
Alba Berlin eru á fínni siglingu í deildinni, en eftir leik kvöldsins eru þeir í 4. sæti deildarinnar með átta deildarsigra það sem af er tímabili.



