spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin með 13 stig fyrir Valencia í spennuleik í EuroLeague

Martin með 13 stig fyrir Valencia í spennuleik í EuroLeague

Martin Hermannsson og Valencia töpuðu í kvöld fyrir Zalgiris Kaunas í EuroLeague, 78-79. Eftir leikinn er Valencia í 10. sæti deildarinnar með 11 sigra og 11 töp það sem af er tímabili.

Martin lék 21 mínútu í leiknum og skilaði á þeim 13 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn einkar spennandi. Undir lok hans átti Martin sóknarfrákast og síðan stoðsendingu á Sam Van Rossum sem setti niður þrist til þess að koma Valencia yfir, 78-77. Með þrjár sekúndur á klukkunni náðu Zalgiris þó að skora aftur og sigra leikinn að lokum, 78-79.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -