spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin með 11 stig í tapi gegn Murcia

Martin með 11 stig í tapi gegn Murcia

Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í dag fyrir liði Murcia í ACB deildinni á Spáni, 86-91. Það sem af er tímabili hefur Valencia unnið einn leik og tapað tveimur og eru í 11.-15. sæti deildarinnar.

Martin lék tæpar 23 mínútur í leik dagsins og náði á þeim að setja 11 stig, en hann var þriðji stigahæsti leikmaður liðsins á eftir Victor Claver sem var með 26 stig og Bojan Dubljevic sem setti 22 stig.

Næsti leikur Valencia í deildinni er gegn Tryggva Snæ Hlinasyni og Zaragoza þann 2. október.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -