spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin með 10 stig gegn Barcelona - Valencia komnir í sumarfrí

Martin með 10 stig gegn Barcelona – Valencia komnir í sumarfrí

Martin Hermannsson og Valencia máttu þola tap í kvöld gegn Barcelona í öðrum leik 8 liða úrslita ACB deildarinnar á Spáni, 64-87.

Þar sem Barcelona vann einnig fyrsta leik einvígis liðanna eru þeir komnir áfram í undanúrslitin, þar sem þeir munu mæta Malaga, á meðan að Valencia eru komnir í sumarfrí.

Á rúmum 8 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 10 stigum, frákasti og stolnum bolta.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -