spot_img
HomeFréttirMartin: Markmið og draumur síðan ég byrjaði

Martin: Markmið og draumur síðan ég byrjaði

Martin Hermannsson er einn þeirra ellefu leikmanna sem farnir eru af stað áleiðis til Kína. Íslenska landsliðið mun þar taka þátt í æfingamóti með Kínverjum, Makedóníu og Svartfjallalandi. Martin og Haukur Helgi Pálsson eru þar tveir yngstu menn í áhöfninni en Martin hefur þegar leikið fyrir íslenska A-landsliðið þar sem hann var með hópnum á smáþjóðaleikunum. Karfan.is náði í skottið á Martin skömmu áður en hópurinn hélt af stað til Kína.
 
„Það er náttúrulega mikill heiður og stór viðurkenning að vera valinn í A-landsliðið, þetta hefur verið markmið og draumur hjá mér síðan að ég byrjaði í körfubolta. Margir í liðinu voru nýliðar þegar að pabbi var í þessu og því kynnast nokkrir því að spila með okkur báðum. Maður man eftir því að hafa horft á þessa gaura þegar að maður var yngri og haft þá sem fyrirmyndir og því er hrikalega gaman að fá að spila með þeim. Hvað varðar Kína þá er ég hrikalega spenntur fyrir því að koma þangað enda ekki mörg tækifæri sem að maður fær í lífinu til þess að fara til Kína. Ég tel okkur mjög vel undirbúna í þetta verkefni og til alls líklegir ef að við spilum okkar leik.“
 
Mynd/ Heiða
  
Fréttir
- Auglýsing -