Leikmaður l'Etoile de Charleville-Mézières, Martin Hermannsson, er loksins kominn til æfinga með liði sínu í Frakklandi eftir frækilega sigra með íslenska landsliðinu fyrr í mánuðinum. Þar sem að hann sjálfur var m.a. í tvígang valinn í úrvalslið umferðar af FIBA ásamt því að vera einn af leiðtogum liðsins í að tryggja farseðil íslenska liðsins á EuroBasket 2017.
Í skemmtilegu viðtali sem að félagið tók við hann skömmu eftir komu hans á mánudagskvöldið fer hann aðeins yfir ný-afstaðið landsleikjahlé, feril sinn hingað til og afhverju hann hafi ákveðið að velja það að spila með liði Stjörnunnar af Charleville-Mezieres.
Hlekkur á viðtalið í heild sinni er að finna í Facebook færslu KR hér fyrir neðan: