spot_img
HomeFréttirMartin maður leiksins í sigri á efsta liðinu

Martin maður leiksins í sigri á efsta liðinu

Charleville Mézieres mætti toppliði frönsku B-deildarinnar Bourg-en-Bresse í kvöld. Martin Hermannsson sem leikur með Charleville átti frábæran leik og endaði með 20 stig, 7 fráköst og 8 stoðsendingar í frábærum sigri sinna manna 79-69. 

 

Martin var einnig valinn maður leiksins af stuðningsmönnum en hann hefur verið gjörsamlega frábær á tímabilinu. Charleville hefur nú unnið tvo leiki í röð og virðast vera að vinna taktinn aftur eftir brösugur síðustu vikur. 

 

Liðið er í fjórða sæti deildarinnar þremur sigurleikjum frá efstu liðunum en sjö leikir eru eftir af deildarkeppninni og hefur Martin ekki farið leynt með það að hann vill komast upp um deild með Charleville.

 

Haukur Helgi Pálsson leikur einnig í Frakklandi en lið hans Rouen mætir Roenne í umferðinni en liðin eru á svipuðum stað í deildinni. 

 

Fréttir
- Auglýsing -