spot_img
HomeFréttirMartin maður leiksins fyrir Charleville

Martin maður leiksins fyrir Charleville

Martin Hermannsson leikmaður Íslenska landsliðsins og Charleville áttu frábæran leik fyrir lið sitt í 94-80 sigri á Vichy-Clermont í frönsku B-deildinni í kvöld. 

 

Martin hefur gjörsamlega slegið í gegn fyrir liðið og hefur frammistaða hans vakið verðskuldaða athygli. Hann er með 19,4 stig, 4,2 fráköst og 6,1 stoðsendingu að meðaltali í leik í vetur. 

 

Charleville Mézieres er í öðru sæti deildarinnar með 6 sigra og tvö töp en Martin hefur verið algjör yfirburðarleikmaður hjá liðinu.

 

Fréttir
- Auglýsing -