spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin löglegur með Alba Berlin

Martin löglegur með Alba Berlin

Martin Hermannsson er orðinn löglegur í öllum keppnum með Alba Berlin í Þýskalandi. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Martin skipti aftur yfir til Alba Berlin frá Valencia á dögunum eftir þriggja ára veru hjá spænska stórliðinu, en þar áður átti hann góðu gengi að fagna með þýska liðinu þar sem hann vann meðal annars bikar og Þýskalandsmeistaratitilinn. Samkvæmt færslu félagsins er hann nú löglegur með þeim í þýsku úrvalsdeildinni og í sterkustu deild Evrópu EuroLeague.

Fréttir
- Auglýsing -