spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin lék yfir 20 mínútur í naumu tapi Valencia fyrir Unicaja Malaga

Martin lék yfir 20 mínútur í naumu tapi Valencia fyrir Unicaja Malaga

Landsliðsbakvörðurinn Martin Hermannsson og félagar hans í Valencia töpuðu í gærkvöldi fyrir Unicaja Malaga, 66-71, í spænsku ACB deildinni.

Atkvæðamestur í liði Valencia var Bojan Dubljevic með 15 stig og 8 fráköst. Fyrir Unicaja var það Tim Abromaitis sem dróg vagninn með 20 stigum og 5 fráköstum.

Martin lék rúmar 20 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 5 stigum, 2 fráköstum og stoðsendingu.

Valencia eru í 9. sæti ACB deildarinnar eftir fyrstu fimm umferðirnar, með tvo sigurleiki og þrjú töp.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -