Martin Hermannsson hefur verið útnefndur besti leikmaður vikunnar í Northeastern Confrence en þetta var kunngjört fyrr í dag. Þetta er fyrsta skiptið í ár sem að Martin fær þessa nafnbót en félagi hans í LIU, Jerome Frink hefur hirt þessi verðlaun tvisvar í vetur.
Martin skoraði 18 stig og tók 8 fráköst ásamt því að senda þrjár stoðsendingar í sigri LIU á INcarnae Word á heimavelli Brooklyn Nets, Barcleys Center á þriðjudaginn fyrir viku. 11 af stigum Martins komu í seinni hálfleik og mikilvægasta karfa leiksins þegar tæpar tvær mínútur voru til loka sem lokaði á 7-0 áhlaup gestana. Martin er 6. stigahæsti leikmaður NEC með 14.9 stig á leik og er í 5. sæti yfir stoðsendingahæstu leikmenn með 3.9 á leik.