spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin kominn af stað í EuroLeague

Martin kominn af stað í EuroLeague

Martin Hermannsson og Alba Berlin máttu þola tap í kvöld gegn Bayern Munich í EuroLeague, 65-82, en leikurinn var sá fyrsti sem hann leikur fyrir Alba Berlin eftir að hafa skipt yfir til þeirra frá Valencia á dögunum.

Martin átti fínan dag fyrir liðið þrátt fyrir tapið, spilaði rúmar 14 mínútur og skilaði 8 stigum og 2 stoðsendingum.

Alba Berlin hefur ekki gengið vel það sem af er tímabili í EuroLeague, eru sem stendur í 17. sætinu með 4 sigra eftir 22 umferðir.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -