spot_img
HomeFréttirMartin klæddist gamla skólanum

Martin klæddist gamla skólanum

Stjörnuleikshátíð KKÍ í gær var mikið sjónarspil. Athygli okkar á Karfan.is vakti þessi myndarlegi og háaldraði búningur sem Martin Hermansson lék í og ekki ósennilegt að búningurinn hafi verið eldri en leikmaðurinn.
 
 
„Já það getur vel verið að pabbi hafi spilað í þessum,“ svaraði Martin eftir leik en Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Martin í KR skutlaði búningnum í stráksa fyrir leik.
 
Þeir eru eflaust ófáir búningarnir sem leynast þarna úti og misfríðir en öldungar engu að síður. Endilega sendið okkur myndir af þessum gömlu keppnistreyjum á [email protected] ef þær skyldu nú leynast inni í skáp eða uppi á háalofti.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -