spot_img
HomeÚti í heimiHáskólaboltinnMartin í öðru sæti í kjöri Íþróttamanns ársins - Helena og Jón...

Martin í öðru sæti í kjöri Íþróttamanns ársins – Helena og Jón Axel í efstu 20

Leikmaður Alba Berlin og íslenska landsliðsins, Martin Hermannsson, var í kvöld í öðru sæti í kjöri um íþróttamann ársins. Sigurvegari þetta árið var kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson. Var Júlían með 378 stig í fyrsta sætinu á meðan að Martin var í öðru með 335.

Annað körfuboltafólk í kjörinu var leikmaður Vals, Helena Sverrisdóttir, í 13. sæti með 22 stig og leikmaður Davidson, Jón Axel Guðmundsson, í 17.-18. með 6 stig.

Fréttir
- Auglýsing -