spot_img
HomeFréttirMartin í liði ársins í NEC

Martin í liði ársins í NEC

Enn heldur Martin Hermannsson að heilla þá vestra hafs og nú hefur hann verið valin í fimm manna lið NEC , deildarinnar sem að LIU Brooklyn spila í. Á aðeins sínu öðru ári hefur Martin verið að spila feikilega vel í vetur í byrjunarliði LIU Brooklyn.  Martin er meðal 15 efsti í heilum sjö tölfræði flokkum í NEC.  Fjórði stigahæsti með 16.5 stig og þriðji í stoðsendingum með 4.7 á leik svo eitthvað sé nefnt.  Martin var þrisvar í vetur valin leikmaður vikunnar í NEC og hefur verið driffjöður liðsins í síðustu 10 leikjum þar sem hann hefur verið að setja að meðaltali 20 stig á leik, taka rúmlega 6 fráköst og senda 5 stoðsendingar. 

 

Á miðvikudag hefja LIU Brooklyn svo ævintýrið í úrslitum riðlisins. 

Fréttir
- Auglýsing -