spot_img
HomeFréttirMartin: Hugur í mönnum fyrir morgundaginn

Martin: Hugur í mönnum fyrir morgundaginn

 
,,Við ákváðum fyrir leikinn að spila flotta vörn og vera rólegir í sókninni í dag en það sem skiptir nú mestu máli er Danaleikurinn á morgun. Við þurfum að vinna hann til að komast í úrslitin og þessi sigur gegn Svíþjóð var bara góð upphitun,“ sagði Martin Hermannsson í samtali við Karfan.is eftir 68-64 sigur Íslands á Svíþjóð í flokki U16 pilta. Martin var stigahæstur í íslenska liðinu í dag með 20 stig en strákurinn hefur verið heitur hér á Norðurlandamótinu í Solna.
Hvernig líst þér svo á Danaleikinn á morgun?
Þeir eru stórir en mér líst vel á þennan leik, Danir eru með tvo mjög stóra og hreyfanlega gaura svo við verðum bara að vera sterkir í vörninni og boxa vel út.
 
Nú eru komnir þrír sigrar í röð hjá ykkur, hver er lykillinn að þessari velgengni?
Það eru allir góðir vinir í þessum hóp og við höngum mikið saman þegar við erum ekki að keppa, hér eru allir vinir og mikill hugur í mönnum fyrir morgundaginn.

Því má svo bæta við að bæði Martin og Emil Karel Einarsson fengu skurði á höfuðuð í Svíaleiknum sem þurfti að sauma fyrir en þessir ofurhugar létu það ekki aftra sér heldur kláruðu leikinn með stæl.

 
Fréttir
- Auglýsing -