spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin Hermannsson til Valencia

Martin Hermannsson til Valencia

Martin Hermannsson hefur samkvæmt heimildum samið við Valencia um að leika með liðinu á næstu árum. Valencia er í efstu deild á Spáni, ACB, sem og leikur liðið í EuroLeague.

Martin kemur til liðsins frá tvöföldu meistaraliði Alba Berlin í Þýskalandi, en á síðasta tímabili skilaði hann 11 stigum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik með þeim í EuroLeague.

Martin verður þá einn þriggja íslenskra leikmanna í þessari sterkustu landsdeild Evrópu á næsta tímabili, en fyrir var Tryggvi Snær Hlinason hjá Zaragoza og í gær bárust þær fréttir að Haukur Helgi Pálsson hafi samið við Morabanc Andorra. Þá er Hilmar Smári Henningsson einnig á mála hjá Valencia.

Fréttir
- Auglýsing -