spot_img
HomeFréttirMartin Hermannsson: nýti hvert einasta tækifæri sem ég fæ og legg mig...

Martin Hermannsson: nýti hvert einasta tækifæri sem ég fæ og legg mig 110% fram

Martin Hermannsson er leikmaður sem flestir körfuknattleiksunnnendur á Íslandi hafa tekið eftir í vetur. Hann er fæddur árið 1994 og hefur smátt og smátt unnið sig inní byrjunarlið KR og spilar þar stórt hlutverk í sterkri bakvarðarsveit liðsins. Martin hefur skorað 8,8 stig, tekið 3,2 fráköst og gefið 2 stoðsendingar á leik í síðustu 5 deildarleikjum liðsins.  

,,Það er alltaf pressa að spila í KR og markmiðið mitt í vetur var að komast í byrjunarliðið. Það hefur gengið svona nokkurn veginn og ég bara nýti hvert einasta tækifæri sem ég fæ og legg mig fram 110%."

Martin spilaði stórt hlutverk í sigri KR á Stjörnunni, hann skoraði 13 stig, tók 4 fráköst og leiddi sóknarleik KR á köflum.  

,,Þetta var það sem við lögðum upp með. Við ætluðum að hlaupa og það gekk vel. Stjarnan er náttúrulega með mjög sterkt lið og þar sem Jovan er kominn aftur inní þetta þá gerði það okkur erfiðara fyrir.  Við bara klárum þetta í lokin og ég er mjög sáttur með það."

KR hafði frumkvæðið í leiknum lengst af en þegar leið á fjórða leikhluta tókst Stjörnunni að koma sér inní leikinn og með smá heppni hefði sigurinn getað fallið með þeim.

,,Við erum með fullt af töpuðum boltum þannig að það er mjög sterkt að klára leikinn í dag. Justin var heitur, Jovan var góður og þeir voru að hitta ágætlega þannig að þetta var mjög sterkt og ég er mjög ánægður með liðið mitt að hafa klára þetta."

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -