spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin hafði hægt um sig í tapi fyrir Milan í EuroLeague

Martin hafði hægt um sig í tapi fyrir Milan í EuroLeague

Martin Hermannsson og Valencia töpuðu fyrir Milan í kvöld í EuroLeague, 80-95. Valencia eftir leikinn ásamt Anadolu Efes Istanbul í 9.-10. sæti deildarinnar með tíu sigra og níu töp það sem af er tímabili.

Martin hafði frekar hægt um sig í leik kvöldsins. Lék rúmar fimm mínútur og skilaði á þeim tveimur stigum, en hann tók aðeins eitt skot af vellinum í leiknum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -