spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin hafði betur gegn Tryggva í uppgjöri Íslendingaliðanna á Spáni

Martin hafði betur gegn Tryggva í uppgjöri Íslendingaliðanna á Spáni

Martin Hermannsson og Valencia lögðu í kvöld Tryggva Snæ Hlinason og Casademont Zaragoza í ACB deildinni á Spáni, 70-76.

Liðin eru jöfn að sigrum í 8.-12. sæti deildarinnar það sem af er, hvort um sig með tvo sigra og tvö töp.

Tryggvi Snær lék rúmar 23 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 9 stigum, 6 fráköstum og 2 vörðum skotum, en hann var framlagshæstur í liði Zaragoza með 19 framlagspunkta fyrir frammistöðuna.

Martin var einnig atkvæðamikill, með 10 stig, 6 stoðsendingar og 2 stoðsendingar á rúmum 26 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -