spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin framlagshæstur í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar

Martin framlagshæstur í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar

Martin Hermannsson og Alba Berlin höfðu betur gegn Chemintz Niners í kvöld í þýsku úrvalsdeildinni, 79-84.

Á rúmum 25 mínútum spiluðum skilaði Martin 13 stigum, frákasti, 5 stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var næst stigahæstur í liði Alba Berlin í leiknum og ásamt Sterling Brown framlagshæstur.

Þessi sigur Alba Berlin var nokkuð sterkur í ljósi þess að Chemitz Niners eru sæti ofar en þeir í deildinni. Eftir leikinn er Alba Berlin í 3. sætinu með 21 sigur, 3 sigrum fyrir neðan bæði Chemitz og Bayern Munich sem eru fyrir ofan þá, en þeir eiga 2 leiki til góða á Bayern og 3 til góða á Chemnitz.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -