Martin Hermannsson og Valencia eru komnir í undanúrslit EuroCup eftir sigur á Boulogne í kvöld, 98-85.
Á tæpum 23 mínútum spiluðum skilaði Martin 14 stigum, 11 stoðsendingum og stolnum bolta.
Undanúrslitin fara fram 3. og 4. maí, en þar munu Martin og Valencia mæta Virtus Bologna.