spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin frábær er Alba Berlin vann sinn ellefta leik í röð

Martin frábær er Alba Berlin vann sinn ellefta leik í röð

Martin Hermannsson og Alba Berlin unnu sinn ellefta leik í röð í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið lagði Hamburg Towers, 76-84.

Á rúmum 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 12 stigum, 4 fráköstum, 9 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Eftir leikinn er Alba Berlin í þriðja sæti deildarinnar með 21 sigur, tveimur sigurleikjum fyrir neðan Chemnitz Niners og Bayern Munich sem eru í efstu tveimur sætunum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -