Martin Hermannsson verður fjarri góðu gamni á morgun þegar að Valencia mætir Morabanc Andorra í ACB deildinni á Spáni.
Samkvæmt heimildum verður Martin frá vegna álagsmeiðsla á hægri kálfa.
Það munar um minna fyrir Valencia, en Martin hefur verið einn besti leikmaður liðsins það sem af er tímabili. Bæði er liðið komið í undanúrslit EuroCup, sem og eru þeir í 3.-4. sæti ACB deildarinnar með 67 stig líkt og Joventut Badalona.