spot_img
HomeÚti í heimiEuroleagueMartin er tilbúinn að taka við lyklunum í landsliðinu “Búið að tala...

Martin er tilbúinn að taka við lyklunum í landsliðinu “Búið að tala þannig síðustu tvö ár, að ég sé arftaki Geitarinnar”

Martin Hermannsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Alba Berlin, var gestur í síðustu upptöku af Boltinn Lýgur Ekki. Í þættinum fór hann yfir ferilinn til þessa, stöðuna í dag, framtíðina og margt fleira. Martin var spurður út í þau kynslóðaskipti sem hafa verið að eiga sér stað í landsliðinu og hvernig honum lítist á framtíð liðsins.

Þrátt fyrir að vera frekar ungur að árum ennþá, er Martin nokkuð reynslumikill leikmaður landsliðsins, þar sem að bæði hefur hann farið á tvö lokamót EuroBasket með liðinu, sem og spilað í bestu deild Evrópu með Alba Berlin, EuroLeague. Segist Martin nokkuð spenntur fyrir þeim breytingum sem eru að eiga sér stað á liðinu. Þar sem að Ísland eigi fullt af góðum leikmönnum. Segir Martin ennfrekar að það sé vegna þess að leikmenn séu að fara út í atvinnumennsku og í skóla, en honum þykir það mikilvægt til þess að liðið geti orðið sem best.

Þá berst umræðan einnig að þeim leikmönnum sem hafa meðal annarra haldið uppi liðinu síðustu ár og áratugi, Jóni Arnóri Stefánssyni og Hlyni Bæringssyni. Segir Martin það virðingavert af þeim að hafa spilað jafn lengi og þeir gerðu og að þeir hafi svo sannarlega verið einir af tólf bestu leikmönnum landsins þangað til þeir gáfu kost á sér í síðasta skiptið. Segir Martin að auðvitað myndi hann vilja hafa slíka leikmenn í liðinu og að mikill missir sé af þeim. Talar Martin sérstaklega um fórnfýsi Hlyns, sem að hafi ennþá verið fyrstur í að kasta sér í lausa bolta á sínum síðustu æfingum með liðinu.

Varðandi það leiðtogahlutverk sem skilið hefur verið eftir í liðinu segir Martin að það hafi verið talað um það þannig síðustu tvö ár að hann sé að taka við sem einskonar arftaki Geitarinnar (Jóns Arnórs) Segist Martin taka því og vera vel tilbúinn til þess að hafa lyklana, en að hann geti einnig vel deilt þeim með öðrum leikmönnum liðsins.

Viðtalið við Martin er hægt að nálgast hér, en umræðuna um landsliðið má finna á 46:10.

Fréttir
- Auglýsing -